Hr. Skov - marmelaði og sýróp

Sultaðar valhnetur

Sultaðar Valhnetur eru í ljúffengri karamellusírópsósu. Sírópslögurinn samanstendur af hunangi frá einum af staðbundnum smáframleiðendum í nágrenni framleiðanda að viðbættu balsamikediki og valhnetusnaps frá Hr. Skov.

Sultaðar valhnetur eru rúsínan í pylsuendanum fyrir dýrindis ostaborð, sem og bakaða osta.

Hentar vel í eftirrétti, bakkelsi, sem álegg á jógúrt í brunch eða sem snarl.

Einnig sem viðbót í salöt.

Innihaldslisti:

Hunang, sykur, VALHNETA 28%, balsamik, (vínedik, óblandaður vínberjasafi, inniheldur SÚLFÍT), VALHNETU vínedik.

Næringarinnihald pr 100 grömm:

  • Orka 1797 KJ/427 kcal
  • Fita 18 g
    – þar af mettuð fita 1,5 g
  • Kolvetni 61 g
    – þar af sykur 56 g
  • Prótein 4,2 g
  • Salt 0,01 g

Innihald: 160 g